Wednesday, November 2, 2016

On your mind - 4/30


Síminn minn hringdi á vinnutíma fyrir viku. Númer sem ég þekkti ekki. Það er ekki í nokkrar einustu frásögur færandi því í vinnunni minni er ég alltaf að tala við fólk sem ég hef ekki talað við áður. Samtalið var nokkurn vegin svona;


Ókunnugur: Sæl. Kristborg Bóel?

Ég: Já, það er hún. (Taka verður fram að ég var aðeins annars hugar, enda að leggja lokahönd á skjal sem ég var þá og þegar orðin of sein að senda frá mér)

Ókunnugur: Rúnar Snær hérna megin.

Ég: Já, sæll og blessaður. (Rúnar Snær er fréttamaður RÚV á Austurlandi og því ekkert eðlilegra en hann hringi í vinnuerindagjörðum)

Rúnar Snær: Ég er verkefnastjóri fyrir RÚV 50 ára, þú veist, sjónvarpsþættirnir sem hafa verið sýndir að undanförnu.

Ég: Ok. (Humm, pínu spes að hafa Rúnar Snæ í þessu djobbi, svona búsettan út á landi, en bara, flott framtak hjá RÚV samt)

Rúnar Snær: Þannig er mál með vexti að laugardaginn 5. nóvember næstkomandi er komið að síðasta þættinum í þessari yfirferð sjónvarpsins - loksins, loksins segja einhverjir. Þessi þáttur verður aðeins frábrugðin hinum, þar sem við ætlum að taka fyrir mannlífsþætti frá upphafi og ekki aðeins að taka RÚV fyrir, heldur hinar stöðvarnar líka.

Ég: Ok. (Ætlar maðurinn aldrei að koma sér að efninu? Ætli hann sé að falast eftir innslagi frá okkur til að sýna? Já líklega. Hvað ætti ég að velja?)

Rúnar Snær: Þátturinn verður í beinni útsendingu og stjórnendur verða þau Gísla Einarsson í Landanum og Lára Ómarsdóttir. Þau höfðu samband við mig og vilja endilega fá þig sem viðmælenda í þáttinn. Gest í sett. Í beina.

Ég: Ha? Mig? Bíddu við hvern er ég eiginlega að tala?

Rúnar Snær: Þetta er Rúnar Freyr hérna, litli leikarastrumpurinn, þú manst?

Ég: Ó mæ gad. Hahahhaa. Ég er sko búin að tala við þig sem Rúnar Snæ, fréttamann á RÚV-Aust í fimm mínútur. Vá, ég skildi ekki hvað þú varst geðveikt formlegur og svo passaði röddin ekki alveg við þig. En, allt annað meikaði svona nokkurnvegin sjens þannig að ég lét þetta bara rúlla.

Rúnar Freyr: Hahahah, jahá. Skemmtilegt. Ég veit alveg hver nafni minn á RÚV er.

Ég: Bíddu og hvað. Ég að koma. Ég hélt að Rúnar Snær væri að falast eftir innslögum úr Að austan?

Rúnar Freyr: Já líka. En þau vilja fá þig í settið, sem talsmann dagskrárgerðarmanns á landsbyggðinni.

Ég: Ja hérna. Jú, jú. Ég á reyndar að vera í vörutalningu með dóttur minni í BYKO þessa helgi, en það reddast. En, þetta er í Reykjavík sko, 700 kílómetra í burtu og allt það þú veist.

Rúnar Freyr: Já, við fljúgum þér að sjálfsögðu fram og til baka. Ertu ekki til í það, þetta verður skemmtilegt, lokakvöldið í þessu verkefni og svona.


Þetta var misskilnasta símtal sem ég hef tekið. Í það minnsta eitt þeirra. En, þetta er semsagt on. Ég skrópa í vörutalningu og skelli mér í beina. Verð í setti með Jóni Ársæli, kollega mínum. Bara komiði sæl og blessuð!

Segja má að þetta sé "on my mind" þessa dagana. Með pínu fiðrildi í maga en aðalega ferlega mikinn spenning fyrir allri helginni. Ég veit reyndar ekkert hvað ég er að fara að segja, en iss, mun allavega reyna að vera mér og landsbyggðinni til sóma. Verð meira að segja með klappstýru í sal. Sem ég er þó búin að leggja lífsreglurnar.

Ef það verður ekki tilefni til að poppa þarna, þá veit ég ekki hvenær.

P.s Rúnar Snær/Rúnar Freyr. Poteito/Potato.



No comments:

Post a Comment