Tuesday, November 8, 2016

Business Idea - 6/30



Vinkonan: Við erum að fara í bæinn í kvöld sko - þú ert nú ekki á hverjum degi í Reykjavík og þetta dansar sig svo sannarlega ekki sjálft.

Ég: Já auðvitað förum við í bæinn í kvöld. Auðvitað.



Ahhh. Alveg rétt. Iceland Airwaves. Sé miðbær Reykjavíkur fullur af fólki á venjulegu laugardagskvöldi þá má marfalda með fimm á svona helgum. Guð minn almáttugur.



Vinkonan: Jæja, það er þá allavega nóg af sætum strákum í bænum, kannski aðeins meira úrval en þarna fyrir austan.



Loftið, Kaldi bar, Ölstofan, Bar Ananas og KíKí bar. Allir helstu staðir bæjarins þræddir samviskusamlega. Ekkert gefið eftir, fulla ferð áfram.



Vinkonan: Eigum við að taka einn hring hér, kannski einn drykk?

Ég: Þetta eru kjöraðstæður - "Klúbbur hávaxinna, dökkhærðra og skeggjara" er greinilega úti að skemmta sér.

Vinkonan: Sjæs, einmitt. Sástu gaurinn sem ég stóð við hliðina á barnum? Ógeðslega sætur og þokkalega mikið  að daðra við mig.

Ég: Já, sá hann. Hann er með stelpu sem ég þekki.

Vinkonan: Vot! Ertu að djóka? Það var ekki mikið að þvælast fyrir honum.



Slík atvik endurtóku sig ítrekað þetta annars fína kvöld í miðbæ Reykjavíkur. Á heimleiðinni kviknaði hún;



Ég: Ég er með viðskiptahugmynd.

Vinkonan: Nú, bring it!

Ég: Ég held að við getum orðið moldríkar og jafnvel bara sest í helgan stein ef við komum henni í framkvæmd. Gildir um allan heim.

Vinkonan: Ok, ok.

Ég: Þegar maður kemur á bar þá spyr dyravörðurinn; Síngúl? Ef svarið er já, þá fær viðkomandi vesti, bara svona endurskinsvesti eins og leikskólabarn. Til aðgreiningar. Sverða, það verður að koma upp einhverju sístemi, ég nenni ekki að vera að eyða tíma mínum og orku í að taka við einhverju daðri frá harðgiftum mönnum.

Vinkonan: Vá, þetta er það sniðugasta sem ég hef heyrt og myndi spara mikinn tíma og fyrirhöfn.


Við erum búnar að skrá okkur á brautargengisnámskeið vinkonurnar. Aðgreiningarvestin verða vonandi komin á markað í haust. Öllum til heilla.


No comments:

Post a Comment