Saturday, February 13, 2016

Dagur tólf á Bali - algerlega fullkominn lokadagur

Átti svo góðan dag með sjálfri mér hér í Samiyak, alveg frábæran!

Verð reyndar að viðurkenna að ég var frekar súr þegar ég vaknaði og heyrði rigninguna berja á þakinu. Ég dró þó andann bara djúpt, fór í hótelmorgunmat (aðdáandi númer eitt) og þaðan beint í eins og hálfs klukkustundar "meðferð" í Spa-inu hérna uppi, en ég átti pantað í heilnudd og heimatilbúinn skrúbb úr kókosmjólk og salti.



Allir nuddtímar hér á Bali byrja og enda á krydduðu te-i og köldum andlitsklút. Hér er það kalt kanilte, rosa gott. 



Leiðin í spa-ið.


Þegar ég var búin í dekrinu var bara komið fínt veður, hætt að rigna en nánast alskýjað, en þannig var það í allan dag.

Ég fór á ströndina sem er bara svona þriggja mínútna labb frá hótelinu mínu. Ég var að skottast í sjónum og á ströndinni í allavega þrjá tíma, en það gekk af því að það var nánast alveg sólarlaust. Ég er búin að heyra of margar rosalegar brunasögur héðan og var ákveðin í að feta ekki þann veg!



Sjúklega kósí aðstaða, þessir grjónapúðar eru alger snilld!



"Bucket-listinn minn" - ákvað að kíkja á hann í dag og taka til á honum. Hann hef ég átt í nokkur ár og hefur skiljanlega verið "lifandi" en að mestu haldist óbreyttur. 

Á honum eru atriði sem mig dreymir um að framkvæma áður en ég fer yfir móðuna miklu. 
Ég verð að viðurkenna að flest atriðin á honum voru það "stór" að mér þannst þau bara háflgerð draumsýn - eins og tildæmis Baliferðin sem mig hefur dreymt um síðan ég man eftir mér. 

Þegar ég vaknaði úr september-rotinu ákvað ég tvennt; að fara að standa með sjálfri mér og láta draumana mína rætast! Ekki flókið en sérstaklega mikilvægt. 

Það sem af er árinu 2016 hef ég þegar getað hakað við tvö atriði af listanum (Bali og að vinna við sjónvarp) og tel miklar líkur á því að tvö í viðbót fái að fjúka áður en árið er liðið. Áður hafði ég ekki náð að framkvæma neitt þeirra, einfaldlega af því að ég trúði ekki mér væri það mögulegt.

Þannig að, það er allt hægt krakkar og ég vona að þessi litla saga verði til þess að þið rífið upp listann ykkar, eða þá farið að skrifa hann og vinnið í framhaldinu markvisst að því að lifa draumana ykkar. 




Ég hef ekkert klikkað á því að næra mig hér á Bali og þarf ekkert að spá í það hvort ég komist í gallabuxurnar mínar þegar ég kem heim. Látum joggarana bara duga fram á vor!


Eftir miðdegislúrinn fór ég aftur niður á strönd, til þess að freista þess að sjá balinískt sólarlag. Það var töluverð bjartsýni og gekk ekki, en fallegt var þar engu að síður í ljósaskiptunum.





Ótrúlega skemmtileg reggae hljómsveit sem dúkkaði upp í ljósaskiptunum. Gítarleikarinn og söngvarinn, lengst við hægri, var að hugsa um að koma bara með mér til Íslands. 




 Frekar mikið næs!


Á morgun hef ég ferðalagið heim. Mæti á flugvöllinn hér klukkan fimm á balinískum tíma en lendi ekki í Keflavík fyrr en á mánudagskvöld og kemst ekki heim fyrr en einhverntíman á þriðjudaginn.

Ég er alveg tilbúin til þess að fara heim af því ég veit að ég á eftir að koma aftur fljótlega. Dreymir um að koma með krakkana og vera helst í einhvern smá tíma.

Hver einasta fruma í líkama mínum er farin að þrá krakkaknús, en ég hef aldrei verið svona lengi frá Emil og hef átt frekar erfitt vegna þessa - það verður ekkert betra en að sækja hann í leikskólann á þriðjudaginn, knúsa hin eftir skóla og fá stóra heim í helgarfrí.



Aleigan mín!




Læt þetta vera síðustu færsluna héðan úr paradís. Sjáumst heima!


Friday, February 12, 2016

Dagur ellefu á Bali - Rigning á ströndinni

Kvaddi elsku Ubud í morgun og hélt í strandbæinn Seminyak þar sem ég ætla að verja tveimur síðustu sólarhringunum mínum hér á Bali. Hér eru nokkrar myndir síðan í gær.


Díngadíngadong, ég skil ekki orð af því sem þú ert að segja!




Vegabréf með permanent



Ósk "skutlaði mér" til Seminyak og við komum við á besta kaffihúsinu í Ubud í leiðinni. Svo fór þessi elska aftur heim til Ubud og ég er ekki frá því að ég sakni hennar bara heilan helling!



Love is in the air...

Hér hefur hins vegar ringt í allan dag og ég er ekki að nokkrum líkindum að fara að sjá hið magnaða Bali-sólsetur í kvöld. Bara á morgun.

Ákvað að gera þó bara gott úr þessu öllu saman og byrjaði á því að fara í nudd hér á hótelinu um leið og ég var búin að tékk mig inn.

Heilar 900 krónur, klukkutíma heilnudd með fótabaði og kanil-tei á undan og eftir. Ó. Mæ. God. Þetta nudd hérna, mig langar helst til þess að taka eina stelpu með mér heim. Pantaði mér aftur í fyrramálið og líka "hinn" - meira að segja nudd og heilskrúbb á morgun!

Gat ekk i látið daginn líða án þess að fara niður á strönd, með eða án rigningar. Fékk því lánaða regnhlíf í lobbíinu, eða nei, þær voru allar "farnar út" þannig að ég grenjaði út slíka hjá öryggisvörðunum.

Strönd. Get ekki lýst því hvernig mér líður við að komast þangað. Það er eitthvað sem hefur allaf veirð í mér, einhver óútskýrð vellíðan og orka sem ég fæ þegar ég er nálægt sjó og þá helst á á svona stað þar sem ég get labbað berfætt í flæðamálinu.

Það er ég. Berfætt. Alltaf. Það vita allir sem þekkja mig eitthvað. Anda með tánum og fæ innilokunarkennd í sokkum. Og að fá tækifæri til þess að labba ferfætt niðri við sjó, það er einhverskonar fullkomnun fyrir mig.







Já. Varðandi tanið. Ég kem heim algerlega eins skíthvít og ég fór, hef einfaldlega verið að gera allt annað en að liggja í sólbaði. Segi það nú ekki, er með svona sí-munstrað lúkk á axlasvæðinu, svolítið eins og lopapeysa. Þar má sjá eftirfarandi för, hvert ofan í öðru í mismunandi litbrigðum.

- bikinifar
- töskufar, semsagt farið á hægri öxlinni er miklu breiðara en það á þeirri vinstri
- hlírabolafar
- stuttermabolafar

Jú, mér finnst þetta brjálæðislega smart. Svona ef einhver spyr. Sagði enginn, aldrei.

Bali er ekki land til að versla í og ég er bara búin að finna eitthvað smá handa "stóru krökkunum" mínum, en ekkert handa Emil. Ekki nema tjullpils sem ég var hársbreidd frá því að kaupa.

Verð líklega "að neyðast" til þess að fara eitthvað í verslunarferð í haust, enda krakkinn með öllu orðinn fatalaus. Já, þá er það ákveðið!

P.s. Sorrý kids, ég næ ekki að hlaða inn snappi dagsins, netið á hótelinu er í einhverrju mótþróaþrjóskuröskunarkasti. Kannski á morgun.


Thursday, February 11, 2016

Dagur tíu á Bali - magnaður tarrotlestur og síðsti dagurinn í Ubud

Þá er síðasti dagurinn hérna í Ubud að kvöldi kominn. Ég trúi því varla að ég sé að fara á morgun, tíminn er búinn að vera rosalega fljótur að líða, á sama tíma og ég er búin að gera og sjá mjög margt - þökk enn einu sinni Óskinni minni!

Er búin að eiga hálf undarlegan dag. Byrjaði á því að rífa mig upp fyrir allar aldir á mínum mælikvarða hér á Bali, þar sem ég átti fund við Sandeh Vallesi, ítalska Tarrotspákonu. Ég kunni ekki við að spyrja hvort ég mætti taka mynd af henni, en hún er með grátt sítt hár og rímar vel við þá mynd sem maður hefur af slíkri.

Ég átti algerlega ótrúlegan klukkutíma með henni. Þessi tími, ásamt skólanum og samveru minni með Ósk hefur komið ansi mörgum bitum af pússlinu á rétta staði.


White-Lotus, heimili Sandeh.

Þrátt fyrir algerlega magnaða og jákvæða spá mér til handa varð ég algert síli eftir tímann, þetta var bara of mikið eitthvað.

Ætlaði á stóran markað hér í hverfinu sem ég var ekki búin að koma á, nema rétt að kíkja við, en mig lagnaði það einfaldlega ekki í dag.

Fór bara heim, lagðist niður og lét hugann reika. Fann tárin renna niður kinnarnar án þess að vita endilega af hverju. Þetta hefur bara verið svo "stór tími" fyrir mig að öllu leyti síðustu daga.






Gerði mest lítið annað í dag. Kvaddi vini mína á Burger og í kjörbúðinni. Þurfti að sitja fyrir á allavega 15 myndum með þeim. Spurðu mig svo hvenær ég kæmi aftur, bara svona eins og þetta væri fyrir mig að fara til Akureyrar. Ég svaraði bara "fljótlega" - bara eins hjarta mitt segir til um.



Fékk svo loksins persónulega verndargripinn minn í hendurnar í dag, eða Personal Mala eftir Susanna Nova eins og ég sagði frá í þessari færslu hér

Verð að segja ykkur frá einni lítilli sögu varðandi þetta. Eins og segir í færslunni þar sem ég greindi frá tímanum hjá Susanna þá bjó hún hálsmenið mitt til út frá hugleiðslu sem hún fór með mig í og spurði mig allskonar spurninga á leiðinni. 

Ég semsagt sá mig fyrir mig í garðinum hjá ömmu Jóhönnu, fullum af appelsínugulum eldliljum. Þess vegna voru glerperlurnar sem hún ætlaði að gera mitt Mala úr, appelsínugular. 

Á leiðinni heim frá Susanna var ég að segja Ósk frá þessu, að þessi sýn hefði bara komið til mín, en ég væri svo hissa með þennan appelsínugul lit sem ég hefði verið að persentera, því það væri svo sannarlega ekki minn litur. En, ég ákvað að vera sönn hugleiðslunni og vera ekkert að pæla í því meir, þetta hefði verið sú saga sem hefði komið til mín. 

Um kvöldið kallar Ósk í mig og segir mér að það sé komið upp "skemmtilegt vandamál" - að Susanna hefði haft samband við sig, alveg miður sín því að hún geti ekki fengið svo mikið af appelsínugulum perlum! 

Við gátum ekkert gert nema horft á hvor aðra og spurngið úr hlátri, eftir umræðu dagsins, þannig að þetta bara leystist af sjálfu sér. 

Ég valdi því hvítu glerperlurnar en við héldum appelsínugula grunninum með bandinu sem Mala er hnýtt saman með og hann truflar mig ekkert þar. 

Ég er engin skartgripkona. Ég meina stelpa. Engin og geng aldrei með neitt. Hefur reyndar dreymt um eitt ákveðið hálsmen í mörg ár en ekki látið verða af því að fá mér það, en það er þetta hér

Annars langar mig bara ekki í neitt. Nema þetta frá Susanna, það er allt annað - það er mitt. Bara mitt. 


Love it!




Wednesday, February 10, 2016

Dagur níu á Bali - Jól og instant-ákvörðun

Sit úti á svölum og hlusta á þær klikkuðustu þrumur sem ég hef nokkru sinni heyrt. Það eru "jól" á Bali, eða serimonia sem haldin er á 210 daga fresti í landinu.

Ég ætlaði að vera komin út klukkan átta í morgun þegar uppá klætt fólkið gegni í fylkingum hér niður á aðalgötunni. Það tókst ekki þar sem ég á enn erfitt með að sofna á kvöldin, sérstaklega í gær, þar sem ég fékk svo rosalega smellna hugmynd þegar ég var að fara að sofa og setti allt í gang. Greini frá því í lok færslunnar.

Allavega. Ég ákvað að rölta samt í bæinn, þar sem ég ætlaði að fara í ákveðna búð og kaupa mér jógabuxur. Sú búð er nokkuð langt í burtu og ég hef ekki farið þangað ein.


Það voru margir veitingastaðir og verslanir lokaðar í dag. 



Allir í sínu fínasta pússi. 




Skundaði af stað, vopuð götukorti og sjálfstrausti. Myndaði eitthvað á leiðinni, því þó svo ég hefði misst af aðalstuðinu voru spariklæddir balíbúar út um allt.

Dagurinn var mjög heitur og ég var ekkert sérlega viss hvernig ég ætti að komast á áfangastað og hef líklega farið mun lengri leið en nauðsynlegt var. Þegar ég loksins komst á leiðarenda var búið lokuð. Í jólafríi. Andskotinn bara.






Ég trommaði aftur af stað og var mikið að spá í að taka bara leigubíl til baka. Ákvað þó að gera það ekki þar sem ég ætlaði að koma við í stóra markaðnum á leiðinni, sem ég vissi svona 60% hvar var. Þegar ég var búin að ráfa í kringum þann stað sem ég taldi vera réttan í dágóðan tíma gafst ég upp. Tvö núll fyrir mér.

Þarna var ég alveg að fara að grenja. Punkturinn í ferðinni þar sem ég hefði viljað hafa einhvern með mér.

Var þó komin á heimaslóðir og settist inn á Casa Luna og fékk mér hádegismat. Svo heim í sturtu, en ég rétt slapp þangað fyrir klikkaða rigningu og þrumuveður.


Hæ Gosi!









Stelpurokk!


Já. Hugmynd gærkvöldsins sem hamlaði nætursvefni mínum af einskærum æsingi er þessi:

Ég var alltaf með það bak við eyrað að reyna að vera einhvern hluta ferðarinnar á strönd. Það varð þó ekkert af því í skipulagsvinnunni og bókaði ég mig því alla dagana hér í Ubud, en héðan er um klukkutíma akstur á strönd.

Ég fann þó að ég var að svíkja hjarta mitt með því að uppfylla ekki þennan draum sem ég var svo nálægt, en strand-sólsetur á Bali er með því stórfenglegra sem hægt er að upplifa, auk þess sem ég fann að ég þurfti á því að halda að anda að mér víðáttunni og hlaupa út í sjó.

Ég lét því slag standa. Vinkona mín sem hefur verið hér á Bali benti mér á hótel sem er alveg niður við ströndina, miðja vegu frá Ubud og flugvellinum.

Það vildi svo stál-heppilega til að í gær var akkúrat tilboð hjá þeim og ég bókaði mér tvær nætur með morgunmat á þessu frábæra hóteli hér og borga fyrir allt saman rétt rúmar 8000 krónur. Nei krakkar, ég er ekki að djóka.

Þannig að ég á bara eftir að vera morgudaginn hér í Ubud og þá á ég bókað hjá Tarrot-spákonu. Einnig ætla ég á markaðinn sem ég fann ekki í dag og bara njóta síðustu klukkustundanna hér með því frábæra fólki sem ég hef kynnst.

Á föstudaginn færi ég mig yfir á Seminyak-ströndina, busla í sjónum og tek inn sólsetrið. Þar verð ég fram á sunnudag þegar heimferðin tekur við.



Þetta er ekkert svefnpokapláss þó svo að tvær nætur með morgunmat kosti samtals 8000 krónur. 





Þetta verður draumur!

P.s. Talaði klukkutíma við Hrafnhildi vinkonu áðan, en þegar maður verður lítill í sér og bara eins og síli, þá er gott að taka eitt vel valið símtal heim. 




Vinkvennaspjall milli heimsálfa. Á við 30 þerapíutíma. Var að vona að hin fjölbreyttu "för" myndu sjást á þessari mynd - bikinifar, hlírabolafar og töskufar. Kem röndótt heim.


P.s.s. Ég á mitt eigið Hádegisfjall hér í Bali sem sést af svölunum hjá mér. Ég er búin að vera hér í níu daga og var að taka eftir því fyrst núna, en það er yfirleitt falið skýjum, en kemur í ljós eftir mikla rigningu.




P.s.s. Munið snappið: krissa76