Wednesday, October 9, 2013

Sakna krakkana í maganum

Þá er ég ekki að tala um að ganga með þau innvortis. Eða jú. Gæti hugsað mér að vera ólétt allt lífið, en það er allt önnur saga.

Hef bara svo oft hugsað um þetta þegar krakkarnir mínir eru frá mér, eins og svo oft er þegar um "skilnaðarbörn" ræðir. Æji, þetta orð - skilnaðarbörn - mér leiðist það. Það er þó þriðja sagan.

Það sem ég er að reyna að koma frá mér, er að þegar krakkarnir eru í burtu, sérstaklega langt og lengi eins og núna, þá er ég með magann fullan af söknuði. Já, ég sagði magann. Erfitt að útskýra þetta. Sakna krakkana á öðrum stað í líkamanum heldur en þegar ég er í burtu frá kærónum mínum. Það er einhvervegin á "brjóstsvæðinu" en mömmugússarnir í maganum. Undarlegt ekki satt?

Kannast einhver við þetta? Er þetta virkilega líkamlegt og tengt því að ég dröslaðist með þau í maganum í níu mánuði? Eru til rannsóknir um þetta?

Tilfinningin er eins og ég sé svöng á einhvern hátt, án þess að vera það. Ég er líklega "svöng í þau" - langar að hitta þau og hanga með þeim.

Er búin að vera undarlega tóm í maganum í dag. En, hugga mig við að litlu krakkarnir hafa engan áhuga á að vera heima hjá mér núna, enda í góðu yfirlæti á Spáni með "Rebekku og pabba".

Datt svo endanlega í'ða áðan þegar Spotify spilaði þetta fyrir mig, en...


(Vá hvað ég hefði gengið frá mömmu ef hefði verið búið að finna upp bloggið þegar ég var í menntó! Ammi, ertu til í að skreppa heim og "jútúbast" með mér? Nei, bara segi svona.)


Guð minn góður hvað ég er rík!

Saturday, October 5, 2013

Álfaskó-kaup á Haustroða

Varði deginum með góðri vinkonu á Seyðisfirði í dag - á Hausroða. Markaðir í hverju húsi og dásemdar stemning. Fallegt veður, gott kaffi, enn betri pizza og kærleikur í lofti.



Til þess að fullkomna daginn fjárfesti í allskonar góssi. Ég hef blessunarlega mjög ódýran smekk og myndi ekki einu sinni láta sjá mig í flíkum upp á tugþúsundi þó svo ég ætti sand af seðlum. Ekki fyrir mig. Skemmtilegast finnst mér að blanda fötum og fylgihlutum með sál við eitthvað nýrra. Ég var því rétt stelpa á réttum stað í dag, men!

Sagði við Hyrnu vinkonu að Gísli myndi líklega pakka saman og flytja aftur til mömmu sinnar þegar hann glöggvaði sig á álfaskó-kaupum mínum! Það munaði ekki miklu skal ég nú bara segja ykkur. "Ekki ætlar þú út í þessu" sagðann. Hvað gerir maður yfirleitt við skó? Nei, ég segi svona.

Það sem er á aumingja manninn minn lagt! Það er bara hreinlega ekki pláss á stígnum þar sem allir eru "normal" - sem betur fer.

Þessi elska er búin að fylgja Ríkey gegnum súrt og sætt og ég kann henni bestu þakkir fyrir að vera orðin leið á honum. Þess má til gamans geta að ég keypti gallajakkann minn á Haustroða í fyrra og hef notað hann nonstopp síðan. Hann var líka með afar mikla sál. 

Þessi fékk að fljóta með...

Umræddir álfaskór. Keyptir í einhverju héraði á Indlandi. Já, þeir eru mínir. 

Þessir líka, 500 kall. Það er ekki mikið. 

Tilraun til þess að sýna "popp-öpp" kragann sem er voða voða sætur.