Monday, September 30, 2013

Markmið fyrir meistara

Á morgun er fyrsti dagur Meistaramánuðar. Í fyrra setti ég mér þessi markmið hér. Mánuðrinn minn endaði svo með skelli, þegar ég var "dreki" í vinnunni minni. Ætla að vona að engar óvæntar uppákomur verið í ár, nema þá að sjálfsögðu einhverjar jákvæðar og hressandi.

Auðvitað er sniðugt að setja sér markmið allt árið um kring, út lífið. Líka borða holt, sofa vel, ekki drekka of mikið og gegna hjálparstörfum. Alltaf. Samt finnst mér eitthvað sniðugt við Meistaramánuðinn, hann er kærkomið tækifæri fyrir fólk eins og mig að sparka í rassinn á sér og setja sér lítil og sæt markmið - sem þá vonandi verður kveikjan að enn fleirum í kjölfarið.

Allavega. Ég er með þríþætt markmið fyrir októbermánuð sem ég ætti að geta staðið við.
  • Það er þetta með blessað myndasafnið. Vá hvað það er að verða þreytt lumma - en nú LOKS sigruð fyrir mánaðarlok. Halelúja!
  • Ég hef mikinn hug á því að borða skynsamlega í október. Þá er ég ekki að meina Chiagraut og lífræn bláber í öll mál eða álíka rugl, bara að reyna að vanda mig.
  • Ég hef töluverðan hug á því að klæða mig eins og tvo vinnudaga í viku. Auðvitað fer ég nú í spjarir þegar ég mæri í viðtöl, fundi og ráðstefnur - en það er aðeins of gott að vera í joggíng á "skrifstofunni minni" hér heima.
Hebb, tú!

Þessa fann ég til dæmis við tiltektina. Þarna er Almarinn minn nú ekki í menntó, heldur nemi í Ártunsskóla. 

Þessi heimaskrifstofa beinlínis öskrar á kósýföt, kerti og væminn pleylista á Spotify!


Saturday, September 21, 2013

Annríki


Mér er augljóslega ómögulegt að blogga samhliða fullri vinnu. Tel ástæðurnar vera tvær. Vinnan mín er svo mikið rúmlega full að ekki er aðeins um dagvinnu að ræða, heldur sit ég meira og minna við meðan ég vaki. Aumingja fjölskyldan mín. Hins vegar á ég lítið eftir að skrifkvóta dagsins þegar ég fer frá tölvunni eftir vinnudaginn.

Get þó glatt ykkur með því að þetta er mjög skemmtilegt. Skemmtilegt en mikið. Er farin að hugsa þetta sem "mastersnámsvetur" og er því sátt við að sitja við lon og don, enda ekki til mikið betri skóli. Hef líka fengið mjög jákvæð viðbrögð, sem er frábært. Var svo að fá boð um annað frábært verkefni, sem ég get vonandi sagt frá fljótlega.

Fjárfesti í þessum flakkara sem er á myndinni um daginn. Nú er komið að verkefni sem ég hef ýtt á undan mér allt of lengi - að bjarga myndunum út af tölvunni og koma einhverju skikki á þær, en Guð veit að ég myndi aldrei fyrirgefa mér ef eitthvað kæmi fyrir þær!

Ef svo ólíklega vildi til að ég hefði einhvern tíma á næstunni, þá getur vel verið að ég hendi inn einni og einni gamalli mynd hér, með skýringum.

Erum annars á leiðinni á árshátíð Fjarðabyggðar í kvöld, kærustuparið. Hlakka til!

Góða helgi



Thursday, September 5, 2013

Þreytt en hamingjusöm

Er þreytt en hamingjusöm - fyrsta tölublaðið mitt af Austurglugganum er komið í prent og mun berast áskrifendum og verslunum á morgun.



Vikan hefur verið afar annasöm og skemmtileg. Ég hitti fullt af skemmtilegu fólki og tók meðal annars tvö viðtöl á Seyðisfirði í dag. Annað þeirra var við stelpurnar sem standa að hinni dásamlegu verslun Gullabúinu.

Varð bara að fá mér þessa könnu. Í fyrsta lagi á ég enga fallega mjólkurkönnu, í öðru lagi kallaði hún á mig, í þriðja lagi var hún næstum ókeypis og í fjórða lagi á ég það bara skilið eftir vikuna!



Getið strax farið að hlakka til næsta Austurglugga þó svo blað vikunnar sé ekki komið í búðir!

Tuesday, September 3, 2013

Dásamleg berjasaft mömmu

















Ó hvað mömmur eru ómissandi. Áskotnaðist fjórir lítrar af berjasaft frá minni á dögunum. Blanda góssið sirka einn þriðji hluti saft og restin ískalt vatn. Nammm!

Skilst að hún skelli krækiberjunum gegnum berjapressu - og út í einn líter af hreinni saft setur hún 200 grömm af sykri. Þetta ljóstillífast svo bara á eldhúsbekknum, sykurinn leysist upp í saftinni á u.þ.b. sólarhring.

Vel má vera að hægt að minnka sykurmagnið eða nota steviu til sætu - nú eða þá bara sleppa henni. Ætla einhverntíman að prófa mig áfram í þeim efnum.

Ég er farin - þessi Austurgluggi skrifar sig svo sannarlega ekki sjálfur.

Sunday, September 1, 2013

Elskulegur átta ára



Þessi hér að ofan á afmæli í dag - orðinn átta ára, hvorki meira né minna. Er ekki lengur eign þvottahúsanna, heldur mín.

Hann hafði engan tíma til þess að bíða fram á settan dag heldur henti sér í heiminn þrem vikum fyrr, varla stærri en kjúklingur.

Þór er blíður eins og kettlingur, réttsýnni en meðaljón, skipulagðari en Exelskjal og jafngóður í fótbolta og Messi - það ættu allir að eiga einn.

Elsku besti strákurinn okkar, til hamingju með daginn þinn sem þú ert búinn að bíða svooooo lengi eftir!